Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Vill alla flóttamenn til Íslands

Hvernig staðið var að samþykkt borgarstjórnar um að Borgin sniðgangi allar vörur frá Ísrael telst vart til framdráttar fyrir fráfarandi formann velferðarnefndar, borgarstjóra né meirihluta borgarstjórnar enda vart við því að búast þegar tekið er mið af framgöngu þessara aðila í ýmsum öðrum borgarmálefnum og ber þar hæst skipulagsklúður sem snýr að þéttingu byggðar á miðbæjarsvæðinu sem þó sannanlega flokkast sem borgarmálefni. Það virðist þó vera svo að borgarstjóri vilji hasla sér völl á sviði utanríkismála ef svo skyldi verða að utanríkismálefnin yrðu á lausu eftir næstu kosningar til Alþingis.

Yfirlýsing Steven Plaut lektors við Háskólann í Haifa um að flytja alla flóttamenn frá Miðausturlöndum til Íslands er keimlík tillögu ónefnds rússnesks stjórnmálamanns sem á sínum tíma lagði til að Ísland yrði nýtt sem fanganýlenda vegna hagstæðrar legu landsins. 

Allar þessar tillögur flokkast þó undir sama flokk þ.e. naivisma (barnaskap) og telst vart til framdráttar fyrir þessa aðila.


mbl.is Vill alla flóttamenn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristján Sigurðsson
Kristján Sigurðsson

Eldri færslur

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband